Umsóknir

Hægt er að sækja um allt árið um kring.

Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur áður en umsóknin er útfyllt.

Sækja um

Stúdentagarðar

Á Stúdentagörðum er líflegt og skemmtilegt samfélag háskólanema og fjölskyldna þeirra. Garðarnir er af ýmsum stærðum og gerðum og sniðnir að þörfum íbúanna. Áhersla er lögð á góða nýtingu á plássi, hagkvæmni, samnýtingu og samveru til að stuðla að góðum samskiptum íbúa.

Flestir Stúdentagarðanna eru staðsettir á háskólasvæðinu en einnig eru stúdentaíbúðir í Fossvogi, rétt fyrir ofan Hlemm og við Lindargötu. Þegar staðsetning Stúdentagarða er valin er lögð áhersla á að húsnæðið sé í nágrenni við HÍ, í göngu og hjólafjarlægð eða nálægt góðum almenningssamgöngum.

Mikil áhersla er lögð á að gera sameiginleg rými vistleg og skemmtileg þannig íbúar kynnist, eigi samskipti og njóti háskólalífsins saman.

Vefsíða Stúdentagarða

Umsóknir

Nýir nemendur sem hyggja á nám við HÍ á haustmisseri geta sótt um frá og með 1. júní. Þeir sem hefja nám á vormisseri geta sótt um frá og með 1. október.

Umsækjendum er bent á að kynna sér úthlutunarreglur áður en umsóknin er útfyllt.

Sækja um