Sækja um leikskólapláss

Sótt er um leikskólapláss á vefsíðu hvers leikskóla fyrir sig. Finna má síður þeirra hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar veita leikskólastjórar.

Sólgarður, Sigríður Stephensen, sigridur@fs.is

Mánagarður, Soffía E. Bragadóttir, soffia@fs.is 

Sólgarður Mánagarður

Leikskólar stúdenta

Stúdentabörn eru í góðum höndum

Félagsstofnun stúdenta rekur tvo leikskóla sem báðir eru staðsettir í stúdentagarðahverfinu á Eggertsgötu. Sólgarður er eingöngu fyrir börn stúdenta við HÍ en á Mánagarði geta allir sótt um. Á Sólgarði eru 115 dvalapláss fyrir sex mánaða til tveggja ára börn en á Mánagarði eru 127 dvalarpláss fyrir eins til sex ára.

Leikskólar FS vinna samkvæmt hágæðauppeldisstefnunni HighScope. HighScope stefnan rammar inn alla áhersluþætti leikskólastarfsins með áhuga og langanir barnsins að leiðarljósi. Hlutverk kennarans er skýrt, við styðjum við barnið, eflum áhuga þess og getu og tökum virkan þátt í því námi sem á sér stað hverju sinni hjá hverju barni um sig. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum skólanna og á highscope.org.

Reglur ungbarnaleikskóla stúdenta
 1. Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að annað foreldri/forráðamaður eða báðir stundi nám við HÍ og ber þeim að skila námsvottorði við upphaf hverrar annar.
 2. Forsendur fyrir leikskólavist eru að foreldrar skili eðlilegri námsframvindu. Námsframvinda telst vera eðlileg ef foreldri lýkur a.m.k. 40 einingum á ári, eða 2/3 hlutum þess náms sem viðkomandi deild eða skor telur vera eins árs nám. Þar af þarf að ljúka a.m.k. 18 einingum á haustönn.
 3. Sé foreldrið skráð í verkefni/námskeið á sumarönn, sem skilar þeim einingum sem á vantar, getur viðkomandi fengið endurnýjun á leikskólavist til bráðabirgða.
 4. Ef foreldri getur ekki skilað eðlilegri námsframvindu þarf að hafa samband við leikskólastjóra og úrskurðarnefnd.
 5. Úrskurðarnefnd er skipuð þremur fulltrúum, einum frá Félagsstofnun stúdenta, einum frá S.H.Í. og einum frá Námsráðgjöf H.Í. Nefndin skal skera úr öllum ágreiningsmálum sem upp koma varðandi vistun og er niðurstaða nefndarinnar endanleg.
 6. Ef sérstakar aðstæður liggja fyrir er hægt að sækja um forgang að leikskólunum. Umsókn um forgang fer fram á eftirfarandi hátt:
  1. Umsókn skal skilað til leikskólastjóra. Með umsókn skulu fylgja gögn sem styðja forgang þ.e. læknisvottorð, vottorð frá félagsráðgjafa og/eða greiningarstöð.
  2. Leikskólastjóri mælir með forgangi við úrskurðarnefnd sem skoðar hvert tilvik fyrir sig.
  3. Leikskólastjóri tilkynnir foreldrum ákvörðun nefndarinnar og er niðurstaða nefndarinnar endanleg.
 7. Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að foreldrar barnsins séu ekki í vanskilum við Félagsstofnun stúdenta.

Farið skal með allar umsóknir og upplýsingar sem þeim fylgja sem trúnaðarmál og hvílir þagnarskylda á starfsmönnum Leikskóla stúdenta og úrskurðarnefnd.

Sækja um leikskólapláss

Sótt er um leikskólapláss á vefsíðu hvers leikskóla fyrir sig. Finna má síður þeirra hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar veita leikskólastjórar.

Sólgarður, Sigríður Stephensen, sigridur@fs.is

Mánagarður, Soffía E. Bragadóttir, soffia@fs.is 

Sólgarður Mánagarður